Að hrökkva eða stökkva

JAK_0273Nú er komið að því að undirbúa stóra mótið og seinnihluta tímabilsins. Þrjár umferðir búnar og mikil og spennandi keppni í gangi. Árangur okkar hefur ekki staðist væntingar og margar ástæður má alltaf tína til en bifreiðin er góð og vandað hefur verið til heildarútlits til að tryggja sem best hagsmuni auglýsenda. Það er alltaf ein aðal ástæða fyrir því ef hraðinn er ekki nægur og það er ökumaðurinn, því verður ekki neitað að ástæðuna fyrir því að ekki hefur tekist að keppa til sigurs það sem af er tímabilinu er að finna hjá ökumanninum (mér!). Það er ekki alltaf hægt að plana alla hluti en um seinust jól varð ég/undirritaður fyrir því óláni að meiðast alvarlega í baki, þetta kom rétt eftir að búið var að versla nýjan bíl og ganga frá samningum fyrir keppnistímabilið 2008.Crying Þá þarf að taka ákvörðun um hvort eigi að pakka saman eða taka áhættu og keppa. Við völdum að keppa þó ekki sé hægt að lýsa með orðum pirringi mínum (ökumanninum) yfir eigin hraðaleysi!Angry Það var vitað að upphafið yrði erfitt og í raun farið af stað á gula spjaldinu frá sjúkraþjálfanum en hugsunin sú að til að ná upp formi þarf að keppa og síðan var möguleiki á stigum. Fyrstu tvö mótin gengu eftir áætlun og við náðum viðunandi árangri, þó fannst mér ekkert gaman að sjá að tími minn á aðal sérleið annarar umferðar (15km) var heilum 93sekundum frá því sem ég gerði í fyrra á gamla bílnum.

Formið er að koma og með þvi öryggið en það verður allt lagt í að skila sér í sem bestu formi í Rally Reykjavík sem er 5. umferð Pirelli mótsins og von er á mörgum erlendum áhöfnum.Cool www.rallyreykjavik.net

Stefnt er á að ná þeim hraða sem býr í áhöfninni og þá er allt hægt svo nú er bara að halda áfram að æfa og æfa skrokkinn. Við eigum enn möguleika á að klára mótið í toppsæti (topp5) og munum leggja allt í sölurnar til að svo verði.

Hér er frétt um rallið í blaði Snæfellsbæjar, en ég tek fram að ég kom ekkert nálægt þessari grein eða valinu á myndinni Halo http://www.snb.is/Files/Skra_0028443.pdf

Kv: Jóhannes VG 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband