4.2.2009 | 14:42
Linda og fransmaðurinn
Daginn.
Skruppum til Irlands um helgina og var gaman, mikið gaman enda smá rall í gangi.
Set inn myndir og meira fljótlega.
Kom reyndar að konunni með þennan í fanginu:
25.11.2008 | 09:24
Mótorsport komið á dagskrá RUV
Sjónvarpið
laugardagur 29.11.2008
08.00 | Morgunstundin okkar | |
10.25 | Kastljós E | |
11.00 | Káta maskínan E 888 | |
11.30 | Kiljan E 888 | |
12.15 | Kjarnakona The Amazing Mrs Pritchard (6:6) E | |
12.45 | Mótorsport 2008 | |
13.35 | Skólasöngleikurinn 2 High School Musical 2 | |
15.25 | Leikfangasaga II Toy Story 2 | |
16.55 | Lincolnshæðir Lincoln Heights (5:13) | |
17.40 | Táknmálsfréttir | |
17.50 | Útsvar Snæfellsbær - Skagafjörður | |
18.54 | Lottó | |
19.00 | Fréttir | |
19.30 | Veður | |
19.40 | Spaugstofan 888 | |
20.10 | Gott kvöld 888 Skemmtiþáttur í Sjónvarpssal U: Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir | |
21.10 | Dagbók Bridgetar Jones Bridget Jones's Diary Bresk gamanmynd frá 2001 | |
22.50 | Brimaldan stríða The Weight of Water Bandarísk bíómynd frá 2000 | |
00.40 | Blóðsuga í meðferð Vampires Anonymous Bandarísk gamanmynd frá 2003 | |
02.10 | Útvarpsfréttir í dagskrárlok |
22.11.2008 | 20:39
Myndbönd
Er að prófa mig áfram í að setja þau inn. Setti fyrst eitt frá Bigga Braga, reyni svo að skella einhverju incar við tækifæri.
Annars frétti ég að verið væri að vinna að ruv þáttum, sel það ekki dýrt heldur vona og sé.
kv: JVG
Bílar og akstur | Breytt 23.11.2008 kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.11.2008 | 19:37
Komnar inn fleiri myndir.
Setti inn nokkrar myndir af gömlu bílunum sem notaðir hafa verið í gegnum árin. Þó vantar myndir af tveim Toyotum sem rallað var á allra fyrst.
Bæti líka nokkrum inn hjá Sigga, en hef ekki neitt frá Bjögga enn.
kv: Jói V
Bílar og akstur | Breytt 19.11.2008 kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 22:50
Haustrally BIKR og smá samantekt á árinu
Þá er keppnistímabilinu 2008 lokið með haustrallinu sem fram fór í hefðbundinni haustrigningu og akstri um drullupolla Djúpavatnsleiðar. Veðrið var þokkalegt sem meira en hægt er að segja um ástand Lancerins sem enn var með brotið drif þar sem íhlutir höfðu ekki komið í tíma.
Nú þá er bara að bjalla á vini sína hjá www.tomcat.is og leigja eitt stykki jeppa. Eftir talsvert ánægjulegt prútt sem aðalega gekk út á að ná verðinu upp í sanngjarnt þá var 8cyl græjan komin heim á plan og við Björgvin farnir í prufutúr. Tomcat er klikkað aparat fullt af fjöri og allt allt annað en Lancer sem liggur við götuna, mikill kostur að geta ekið yfir hvað sem er án þess að hafa áhyggjur af hlífðarplötum eða botni bílsins.
Rallið sjálft var lítið í sniðum og aðeins tvær 36km leiðir þar sem ekið var um Ísólfskála-Djúpavatn-Kleyfarvatn í einni bunu. Það bókstaflega lak af manni svitinn eftir fyrstu ferð við að reyna sitt ýtrasta til að hafa stjórn á 8cyl græjunni sem í mínum höndum fór minnst beint, en það var gaman, rosalega gaman!Fyrir seinni sérleiðina var hjólastillingum breytt af Tomcat liðinu og ég reyndi að aka agað og í raun reyna minna. Þetta skilaði okkur rúmlaga 100 sekúndna bætingu í tíma og við fengum smá nasarsjón af þvi hvað jepparally er. Fyrir okkur var rallið alltof stutt en hryllilega gaman og aldrei að vita nema það verði bara Tomcat að ári?
Samantekt
Árangur og væntingar er eitthvað sem allt íþróttafólk og áhorfendur mynda sér hvort sem er um árangur landsliðs á stórmóti eða eigin þátttöku í skemmtiskokki. Okkar árangur í ár stóð ekki undir þeim væntingum sem uppi voru þegar nýja bifreiðin var keypt og byggðust á þeim hraða sem náðist á gamla EVO5 Lancernum 2007. Innistæða var fyrir talsvert háum væntingum og tilkall til toppsæta eðlilegt. Þetta breyttist allt á sama augnarblikinu þegar bak mitt fór um áramótin, þá hljómuðu endurstilltar væntingar uppá að komast í fyrstu mótin og ná í reynslu á nýjan bíl ásamt einhverjum stigum í hús. Seinni hluti tímabilsins átti að vera sem næst fullri ferð. Það fyrra gekk eftir, náðum stigum og bíllinn, hann er algert æði. Það sem ekki stóð undir væntingum var seinnihlutinn, 4 umferð var sú fyrsta sem við náðum leiðarskoðun fyrir en hraðinn bara kom ekki og þungt í manni að ralli loknu. Við lentum síðan í bilunum seinustu tvær þó við hefðum getað skemmt okkur á Tomcat seinustu umferðina, það bjarta var reyndar hraðaaukning sem gerði vart við sig þann tíma sem við vorum inni í Rally Reykjavík.
Fyrir næsta ár, ja EVO7 er í skrúrnum í topp standi og allt getur gerst. Við látum efnahagsstorminn ganga yfir og tökum stöðuna þegar líður á veturinn. Það eru 16 túrbó 4x4 bílar að keppa og við vorum í miðjum hóp ekki í formi 2008 þannig að 2009 verður bara gaman í betra formi.
MfG: Jói V
26.8.2008 | 14:40
Í síðdegisútvarpi Rásar2
Þetta var í Rally Reykjavík 2008 og bara gaman.
Rallið var stutt hjá okkur þetta árið eða drif brotnaði eftir tæpan helming sérleiða.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4372741/4
Meira um það síðar.
Kv: Jóhannes VG
9.7.2008 | 11:54
Að hrökkva eða stökkva
Nú er komið að því að undirbúa stóra mótið og seinnihluta tímabilsins. Þrjár umferðir búnar og mikil og spennandi keppni í gangi. Árangur okkar hefur ekki staðist væntingar og margar ástæður má alltaf tína til en bifreiðin er góð og vandað hefur verið til heildarútlits til að tryggja sem best hagsmuni auglýsenda. Það er alltaf ein aðal ástæða fyrir því ef hraðinn er ekki nægur og það er ökumaðurinn, því verður ekki neitað að ástæðuna fyrir því að ekki hefur tekist að keppa til sigurs það sem af er tímabilinu er að finna hjá ökumanninum (mér!). Það er ekki alltaf hægt að plana alla hluti en um seinust jól varð ég/undirritaður fyrir því óláni að meiðast alvarlega í baki, þetta kom rétt eftir að búið var að versla nýjan bíl og ganga frá samningum fyrir keppnistímabilið 2008. Þá þarf að taka ákvörðun um hvort eigi að pakka saman eða taka áhættu og keppa. Við völdum að keppa þó ekki sé hægt að lýsa með orðum pirringi mínum (ökumanninum) yfir eigin hraðaleysi! Það var vitað að upphafið yrði erfitt og í raun farið af stað á gula spjaldinu frá sjúkraþjálfanum en hugsunin sú að til að ná upp formi þarf að keppa og síðan var möguleiki á stigum. Fyrstu tvö mótin gengu eftir áætlun og við náðum viðunandi árangri, þó fannst mér ekkert gaman að sjá að tími minn á aðal sérleið annarar umferðar (15km) var heilum 93sekundum frá því sem ég gerði í fyrra á gamla bílnum.
Formið er að koma og með þvi öryggið en það verður allt lagt í að skila sér í sem bestu formi í Rally Reykjavík sem er 5. umferð Pirelli mótsins og von er á mörgum erlendum áhöfnum. www.rallyreykjavik.net
Stefnt er á að ná þeim hraða sem býr í áhöfninni og þá er allt hægt svo nú er bara að halda áfram að æfa og æfa skrokkinn. Við eigum enn möguleika á að klára mótið í toppsæti (topp5) og munum leggja allt í sölurnar til að svo verði.
Hér er frétt um rallið í blaði Snæfellsbæjar, en ég tek fram að ég kom ekkert nálægt þessari grein eða valinu á myndinni http://www.snb.is/Files/Skra_0028443.pdf
Kv: Jóhannes VG
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2008 | 13:42
Mótið hálfnað með Pirelli rally um Snæfellsnes
Fallegur jökullinn í baksýn augnabliki áður en........
Góðan daginn.
Nú er 3mót af 6 búin og seinasta umferð um Snæfellsnes var hreint æðislegt rally. Þetta er í fyrsta sinn í líklega um 20ár sem þarna er rallað og í raun bara Sigurður Bragi sem hefur keppt þarna áður, en við hin vorum varla komin með bílpróf þá
Sérleiðar um nesið voru krefjandi og flottar þó kannski mætti segja að Kerlingaskarð sé full gróft eða laust í sér vegna þess hve lítið er þar ekið um. En Berserkjahraun er fyrir okkur rally-lið eins og kaya fyrir Rastafar-a. Heimamenn fá hróss fyrir góða samvinnu og þá ekki síst nafni minn í Ólafsvík, hjálparsveitirnar á svæðinu sem sáu um öryggið, Bæjar-stjórar og stýrur í Ólasvík og Hólminum, grillarinn á N1 sem bauð öllum upp á pylsur.... og fl.....Danke
En það er alltaf eitthvað "en", okkar árangur var ekki eins og við vildum! Eftir fyrstu tvær umferðirnar vorum við í þéttum hóp keppenda sem sátu í 2-7sæti þannig að aðeins skyldu 3stig þessi sæti og við númer 5. Við kláruðum því miður ekki þetta rall vegna bilunar í fjöðrunarbúnaði. Afturspyrna brotnaði þar sem demparinn festist í hana þegar við skárum beygju yfir litla holu. Eins og sést á myndinni þá vorum við mikið hissa á þessu staddir efst á Snæfellshálsií nokkur hundruð metra hæð. Dekkið vinstra megin að aftan fór næstum undan en áttum ekki von á þessu þar sem holan var lítil, mjúkur jarðvegur og ekkert högg
Með aðstoð eiginkvenna okkar komum við bílnum á kerru og niður í byggð en serviceliðið fylgdi Sigga bróðir og Hrefnu sem auðvitað kláruðu.
Við liggjum nú undir feld enda þarf að undirbúa Rally Reykjavík vel, það stefnir í stór mót þar sem talsvert verður af erlendum áhöfnum.
kv: Jóhannes V Gunn
hér eru flott video: http://www.motorsportklippur.net/
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2008 | 19:45
Fyrsta rall ársins búið og velkomin stig í hús!
Dagana 16-17. mai var fyrsta umferð Pirelli-Íslandsmótsins haldin og gekk hún vel að flestu leiti. Nýr bíll vægt til orða tekið gott tæki og stóð sig vel enda mjúklega tekið á í þetta sinn. Rallið gekk snuðrulaust fyrir sig og ekkert kom upp, service góður og leiðar flestar mjúkar eins og það heitir. Það eina sem var ekki 100% var líkamlegt ástand ökumannsins en það var vitað áður en lagt var af stað. Fyrir utan blessuð bakmeiðslin sem gerðu það að verkum að farið var full varlega þá var flensa að hrjá mann allan tímann. Þetta þýddi að orkan var algerlega í 0%. Bakið var alveg til friðs þannig að reikna má með meiri átökum næst því styrkurinn eykst bara og hraðinn með, við höldum áfram að tikka inn stig meðan beðið er eftir batanum og höfum hugfast að titill vinnst að hausti en ekki að vori! Stefna fyrir næstu keppni er að bæta líkamlegt ástand því það þarf að vera í góðu formi til að aka á þessari ferð. Nú náðum við 4sæti og það verður bara betra næst.
Það var reglulega gaman að sjá hve mikið er af keppendum og þar af 3 nýjir bílar komnir til landsins í vetur. Vonum að Páll H fari ekki að nota nótur því hann fór óþægilega hratt, nei auðvitað vonumst við til að allir nái sem mestu út úr sér og tækjunum, einnig væri gaman ef Ragnar-Audi og Óskar Sól mættu!
Svo verður gaman að sjá Danna sem þul á næsta þætti sem MONS er að vinna fyrir BIKR.
kv: Jói V
Bílar og akstur | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 22:48