Fyrsta rall Toyotu búið

Daginn.

Linda ók sitt annað rall fyrstu helgina í júlí og kláraði í þetta sinn enda á Toyotu. Við auglýstum eftir aðstoðarökumanni á netinu og fengum margar góðar umsóknir, það var stúlka að nafni Íris sem fór með Lindu og stóð sig bara mjög vel. Þær lentu í ýmsu enda krefjandi og erfitt rall, ekkert grín að byrja á ralli sem saman stendur af þrem 36km leiðum um Ísólfskála+Djúpavatn+Kleyfarvatn. Shocking

Þær misstu rúðuþurkur, fóru einu sinni útaf en gætu bakað inná veg aftur, kúlur á dekk og svo er ekkert grín að aka blaut og laust Djúpavatn en þær kláruðu þetta og höfðu gaman af. Ekki verra að þær náðu 2 sæti í 1600 flokki og fengu verðlaun fyrir erfiðið. Næst er að skella sér í Rally RVK en þar ráða aurar aðeins, við verðum víst að koma einum EVO7 í rallið líka. Cool

Eitthvað er lítið til af myndum, myndumst eitthvað illa? Það er reyndar komnar inn nokkrar myndir af rally sem kallinn fór að horfa á fyrir rúmri viku á Írlandi. Æðsilegt rall með fullt af flottum RWD Escortum, verð með þar að ári.

MfG: Jói V 


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband