Frábært vorrally BIKR um seinustu helgi.

Daginn

Sólríkan laugardag 16/5 fór fram fyrsta umferð Íslandsmótsins í rally, við Bjöggi mættum á EVO7 og Siggi & Elsa á sinni traustu Celicu GT4. Gummi frændi sá svo um að service allt liðið. Rallið var frábært, sól  og blíða með mjúkum hröðum leiðum. Við byrjuðum eins og í fyrra; of hægt en breytingar á dekkjabúnaði ásamt nýjum stillingum á drifum ollu straumhvörfum í hraða þegar á leið. Má alveg seigja að loksins hafi bíllinn farið úr "lágadrifinu" Grin 

Rosalega var gaman, eða þangað til bensíndæla fór og við urðum að hætta keppni með 3 leiðar eftir og í 4 sæti. Dæla átti ekki að fara enda ekki búið að aka nema um 100km á henni FootinMouth

Við erum nú að ákveða hvernig á að mæta næst, EVO7 eða Suzuki GTI eða Toyota ? Kemur í ljós.

Hér er ein mynd frá Tomcat liðinu, alveg frábær húmor þar á ferð

kv: JVG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já, það var e-h bölvuð svínapesta-bensíndælu-viðbjóðs-pest að ganga á laugardaginn síðasta. En gaman samt og þú mætir á 7uni og tekur þá bara í næsta ralli.

kv

Gummi McKinstry

Guðmundur Orri McKinstry (IP-tala skráð) 19.5.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband