Fyrsta rallycrossið 2009

 

 Gunnar og Bruno

Skruppum í góða veðrinu á fyrstu rallycross keppnina í mörg ár, sæmileg mætting og talsvert fjör eins og alltaf í crossinu. Hellingur af Hondum, alvöru sver velta og fullt af spennu. Hilmar vann en þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum í krónuflokki þar sem flestir voru. Dodge með haug af túrbínum tók opna flokkin  með stæl, og Mazdan krassaði en var flott þangað til. Einn var í unglingaflokki og aðdáunar vert að sjá 15 ára ungling aka talsvert betur en sumir af þeim eldri, þarf bara fleiri til að fá beinan samanburð Cool

Tókum nokkrar myndir og erum að plana þátttöku sem fyrst, bara hafa sem mest afl og gúmmí fjöðrun eins og virðist vera normið LoL

Kveðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband