Færsluflokkur: Bílar og akstur

Fyrsta rall Toyotu búið

Daginn.

Linda ók sitt annað rall fyrstu helgina í júlí og kláraði í þetta sinn enda á Toyotu. Við auglýstum eftir aðstoðarökumanni á netinu og fengum margar góðar umsóknir, það var stúlka að nafni Íris sem fór með Lindu og stóð sig bara mjög vel. Þær lentu í ýmsu enda krefjandi og erfitt rall, ekkert grín að byrja á ralli sem saman stendur af þrem 36km leiðum um Ísólfskála+Djúpavatn+Kleyfarvatn. Shocking

Þær misstu rúðuþurkur, fóru einu sinni útaf en gætu bakað inná veg aftur, kúlur á dekk og svo er ekkert grín að aka blaut og laust Djúpavatn en þær kláruðu þetta og höfðu gaman af. Ekki verra að þær náðu 2 sæti í 1600 flokki og fengu verðlaun fyrir erfiðið. Næst er að skella sér í Rally RVK en þar ráða aurar aðeins, við verðum víst að koma einum EVO7 í rallið líka. Cool

Eitthvað er lítið til af myndum, myndumst eitthvað illa? Það er reyndar komnar inn nokkrar myndir af rally sem kallinn fór að horfa á fyrir rúmri viku á Írlandi. Æðsilegt rall með fullt af flottum RWD Escortum, verð með þar að ári.

MfG: Jói V 


Prufuakstur á TwinCam

Góðan daginn.

Þá er loksins búið að fara fyrsta prufutúrinn á toyotu corollu twin cam 16. Linda fór nokkrar ferðir á Djúpavatni til þess að liðka bílinn og athuga hvort eithvað myndi bila. Bíllinn stóð sig vel  en það þarf að hjólastilla, sitja á hann almennileg dekk og fá bremsurnar til að virka.Frown

Allir fengu prufutúr og Linda er alveg viss um að massa þetta í næsta rallyCool

Smá video sem Gunnar tók ofan af kletti á Djúpavatni, þurfti næstum að kalla á hjálparsveit til að ná honum niður! LoL Hraðinn kemur um leið og við fáum bíllinn til að höndla rétt, enn er aðeins í land með það en það kemur.

Kv: GKJ


Skemmtikvöld BIKR 5/6 2009

Túr á brautinni í Celicu GT4

BIKR stóð fyrir hreint frábæru skemmtikvöldi á rallycross brautinni, opin fyrir akstur og síðan grillað og etið. Þetta var frábært kvöld með öllu því helsta, velta og skrans ásamt grillmat og fl. Við mættum með Suzuki og síðan kom Siggi Óli með Celicuna og fékk Gunnar Karl að sitja í á fullri ferð vel spenntur með hjálm og alles. Við rallysérfræðingar fengum síðan að horfa á drift æfingu meðan etið var af grillinu, vorum auðvitað lang bestir í að gagnrýna Cool

Það eru komnar nokkrar nýjar myndir undir rallycross og TwinCam.

 

kv :JVG


Nýji bíllinn mjakast í rétta átt!

Nú er búið að setja grunnlitinn á Toyotuna hans Gunnars, Doddi Braga reddaði því og úðaði yfir gripinn af alkunnri snilld Wink

Eftir er að fá gang í mótorinn og setja filmur á bílinn, nokkrar myndir eru komnar inn í albúm hér til hliðar. Búið er að sjóða talsvert í styrkingar og slíkt, nýja bremsudiska, skifta um innsert í fjöðrun (nú eins beggja megin!) gera þetta að bíl að innan og nú er bara að klára rest.

Til viðbótar við mótorstillingu vantar belti og dekk, annað er komið nema kannski aðstoðarökumaður með frúnni. Nema kallinn skelli sér með og jafna aðeins bókhaldið.

KV: Team "Lindarhvammur"


Frábært vorrally BIKR um seinustu helgi.

Daginn

Sólríkan laugardag 16/5 fór fram fyrsta umferð Íslandsmótsins í rally, við Bjöggi mættum á EVO7 og Siggi & Elsa á sinni traustu Celicu GT4. Gummi frændi sá svo um að service allt liðið. Rallið var frábært, sól  og blíða með mjúkum hröðum leiðum. Við byrjuðum eins og í fyrra; of hægt en breytingar á dekkjabúnaði ásamt nýjum stillingum á drifum ollu straumhvörfum í hraða þegar á leið. Má alveg seigja að loksins hafi bíllinn farið úr "lágadrifinu" Grin 

Rosalega var gaman, eða þangað til bensíndæla fór og við urðum að hætta keppni með 3 leiðar eftir og í 4 sæti. Dæla átti ekki að fara enda ekki búið að aka nema um 100km á henni FootinMouth

Við erum nú að ákveða hvernig á að mæta næst, EVO7 eða Suzuki GTI eða Toyota ? Kemur í ljós.

Hér er ein mynd frá Tomcat liðinu, alveg frábær húmor þar á ferð

kv: JVG


Stórkostlegt - almennilegt viðhorf hér!

Þetta eru ótrúlegar fréttir og almennilegur vorboði.  Nýtt upphaf og ekkert væl Wink

Nú vantar bara að Victor Þór komist af stað líka.

MfG: Jói V 


mbl.is Kristján Einar keppir í Opnu F3 Evrópumótaröðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta rallycrossið 2009

 

 Gunnar og Bruno

Skruppum í góða veðrinu á fyrstu rallycross keppnina í mörg ár, sæmileg mætting og talsvert fjör eins og alltaf í crossinu. Hellingur af Hondum, alvöru sver velta og fullt af spennu. Hilmar vann en þurfti að hafa aðeins fyrir hlutunum í krónuflokki þar sem flestir voru. Dodge með haug af túrbínum tók opna flokkin  með stæl, og Mazdan krassaði en var flott þangað til. Einn var í unglingaflokki og aðdáunar vert að sjá 15 ára ungling aka talsvert betur en sumir af þeim eldri, þarf bara fleiri til að fá beinan samanburð Cool

Tókum nokkrar myndir og erum að plana þátttöku sem fyrst, bara hafa sem mest afl og gúmmí fjöðrun eins og virðist vera normið LoL

Kveðja.


Nýtt verkefni - 1600 flokkurinn

Nú fékk sonurinn sinn fyrsta bíl og það auðvitað rallybíl Cool

Gunnar Karl við  nýja bílinn.06042009

Verslaður var reyndur og aðeins þreyttur Twin-cam eða Toyota af óáreiðanlegri árgerð sem þarfnast aðhlyningar. Fyrst fór gripurinn í skúrinn hjá Sigga Óla í styrkingu og síðan í áframhald hjá Ragga, gott að eiga góða frændur en þegar tækið er orðið bling-bling hefur stákurinn samþykkt að lána mömmu sinni bílinn í rally.

Nánar síðar af gangi mála.

kv: JVG 


Voru það ekki olíu-furstar sem sögðu "fólk er fífl" ?

Kannski þeir séu farnir að vinna hjá Kaupthing? Tapaðar kröfur Kaupthings vegna falls SPRON er líklega dropi í haf þess sem tapaðist seinasta haust en þegar hugsað er um framtíðar vöxt bankans kemur sér vel að fá viðskiftanet SPRON. Hér er skekkja þar sem Nýja Kaupthing er ríkisbanki og forgangsmál því orðið atvinna og að halda hjólum þjóðfélagsins gangandi en ekki framtíðarvirði Kaupthings. Vonandi vaknar ráðherra af doðanum og klárar málið.


mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sunseeker 2009 helgina 27/2-1/3

Kom við hjá þeim félögum sem voru að keppa og horfa á Sunseeker, flott rall þó heppnin hafi ekki verið með okkar mönnum (Danni&Ísak) þetta árið. Einhverjar flottustu leiðir sé maður hefur séð og umgjörð fín. Skemmtileg og góð helgi, mikið spáð og rætt enda valin hópur rallara á svæðinu. Siggi bróðir hafði skellt sér í ferð með liðinu hans Ísaks&Sigga Braga og þar sem maður var á svæðinu þá var um að gera að skella sér með.

Þetta verður betra hjá okkar mönnum næst enda ekki spurning um að þeir eiga fullt erindi, Danni ætti kannksi að fá sér WRC skriðdreka, þetta grN brotnar bara í höndunum á honum. 

kv :Jói V

ps: komnar nokkrar myndir, hvernig er ekki bráðum rall á Íslandi? 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband